McClaren og van der Gaag ráðnir til United

Erik ten Hag ásamt Mitchell van der Gaag á leiknum …
Erik ten Hag ásamt Mitchell van der Gaag á leiknum gegn Crystal Palace í gær. AFP/Justin Tallis

Manchester United hefur ráðið Steve McClaren og Mitchell van der Gaag sem aðstoðarþjálfara hins nýráðna knattspyrnustjóra karlaliðsins, Erik ten Hag.

Allir þrír voru viðstaddir lokaleik Man. United í ensku úrvalsdeildinni í gær, 0:1-tapi gegn Crystal Palace á Selhurst Park.

Ten Hag vann með McClaren þegar hann var knattspyrnustjóri hollenska liðsins Twente. McClaren hefur áður verið aðstoðarþjálfari hjá Man. United, frá 1999 til 2001, þegar hann aðstoðaði Sir Alex Ferguson.

Van der Gaag var svo aðstoðarþjálfari ten Hag hjá Ajax á nýafstöðnu tímabili.

mbl.is