Mendy neitar sök í öllum ákæruliðum

Benjamin Mendy á leið í dómhúsið í Chester í morgun.
Benjamin Mendy á leið í dómhúsið í Chester í morgun. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, neitaði sök í öllum níu ákæruliðum vegna kynferðisbrota fyrir rétti í Chester í dag.

Mendy er ákærður fyrir sjö tilfelli nauðgana þar sem sex konur eiga í hlut, auk eins tilfellis af kynferðisbroti og einnar tilraunar til nauðgunar.

Mendy gafst tækifæri til þess að bregðast við ákæruliðunum níu í dag en áætlað er að réttarhöldin hefjist í júlí.

Hann sat í fangelsi fjóra mánuði en var sleppt lausum gegn tryggingu í janúar síðastliðnum.

Kom hann við sögu í tveimur leikjum á nýafstöðnu tímabili áður en hann var handtekinn í lok ágúst á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert