Zouma ákærður fyrir dýraníð

Kurt Zouma er gefið að sök að hafa níðst á …
Kurt Zouma er gefið að sök að hafa níðst á ketti sínum. AFP

Kurt Zouma, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham United, hefur verið ákærður fyrir þrjú brot gegn breskum lögum um velferð dýra.

Zouma er gefið að sök að hafa níðst á ketti sínum.

Í febrúar síðastliðnum fór myndband í dreifingu á samfélagsmiðlum og skömmu síðar var það birt á fréttamiðlum, en þar sést Zouma sparka ítrekað í kött­ sinn, elta hann og slá hann, en barn sést fylgj­ast með aðförun­um.

Þá sést Zouma kasta skóm í kött­inn þar sem hann er á flótta og að lok­um má sjá hann slá kött­inn í and­litið.

Zouma hefur sjálfur beðist afsökunar á framferði sínu.

„Ég bið þá inni­lega fyr­ir­gefn­ing­ar sem var mis­boðið með þessu mynd­bandi og vil taka fram að kett­irn­ir okk­ar tveir eru við bestu heilsu, elskaðir og dáðir af allri fjöl­skyld­unni, og þessi hegðun mín var ein­stakt til­felli sem end­ur­tek­ur sig ekki," sagði Zouma í yf­ir­lýs­ingu í febrúar.

Í kjölfarið voru báðir kettir Zouma fjarlægðir af heimili hans af dýraverndunarsamtökunum RSPCA.

mbl.is