Bowen og Justin nýliðar í enska hópnum – fimm hægri bakverðir

Jarrod Bowen gæti spilað sinn fyrsta landsleik fyrir enska landsliðið.
Jarrod Bowen gæti spilað sinn fyrsta landsleik fyrir enska landsliðið. AFP/Ian Kington

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt hvaða 27 leikmenn munu taka þátt í næsta landsliðsverkefni þar sem þrír leikir, gegn Ungverjalandi, Þýskalandi og Ítalíu, í þjóðadeild UEFA bíða.

Jarrod Bowen, sóknarmaður West Ham United, er valinn í fyrsta skipti eftir frábært tímabil þar sem hann skoraði 12 mörk og lagði upp önnur 12 í 36 deildarleikjum.

James Justin, bakvörður Leicester City, er þá einnig valinn í enska landsliðshópinn í fyrsta skipti.

Hann er einn fimm hægri bakvarða í hópnum, þó hann sé vísast hugsaður frekar sem vinstri bakvörður í þessu verkefni. Hinir eru þeir Kyle Walker, Trent Alexander-Arnold, Reece James og Kieran Trippier.

Fikayo Tomori, miðvörður Ítalíumeistara AC Milan, er þá valinn aftur í fyrsta skipti síðan haustið 2019, þegar hann spilaði sína fyrstu tvo A-landsleiki.

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er ekki í hópnum en Southgate staðfesti á blaðamannafundi í dag að hann yrði hvíldur í verkefninu.

Hópurinn í heild sinni:

Markverðir:

Jordan Pickford (Everton)

Nick Pope (Burnley)

Aaron Ramsdale (Arsenal)

Varnarmenn:

Kyle Walker (Man. City)

John Stones (Man. City)

Harry Maguire (Man. United)

Kieran Trippier (Newcastle)

Trent Alexander-Arnold (Liverpool)

Reece James (Chelsea)

Conor Coady (Wolves)

Ben White (Arsenal)

Fikayo Tomori (AC Milan)

Marc Guéhi (Crystal Palace)

James Justin (Leicester)

Miðjumenn:

Declan Rice (West Ham)

Mason Mount (Chelsea)

Kalvin Phillips (Leeds)

Jude Bellingham (Borussia Dortmund)

James Ward-Prowse (Southampton)

Conor Gallagher (Crystal Palace)

Sóknarmenn:

Raheem Sterling (Man. City)

Harry Kane (Tottenham)

Jack Grealish (Man. City)

Phil Foden (Man. City)

Bukayo Saka (Arsenal)

Tammy Abraham (Roma)

Jarrod Bowen (West Ham)

mbl.is