Klopp knattspyrnustjóri ársins

Jürgen Klopp er knattspyrnustjóri ársins á Englandi.
Jürgen Klopp er knattspyrnustjóri ársins á Englandi. AFP/Paul ellis

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var í kvöld kjörinn stjóri ársins af samtökum knattspyrnustjóra á Englandi.

Undir stjórn Klopps endaði Liverpool í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir magnaða baráttu við Manchester City. Þá hefur liðið þegar fagnað sigri í enska bikarnum og enska deildarbikarnum.

Liverpool getur tryggt sér glæsilega þrennu ef liðið vinnur Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar á laugardaginn kemur.

mbl.is