Ég verð með Liverpool næsta vetur

Mohamed Salah brosmildur á fréttamannafundinum í dag.
Mohamed Salah brosmildur á fréttamannafundinum í dag. AFP/Paul Ellis

Mohamed Salah, aðalmarkaskorari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, vildi ekki svara spurningum á fréttamannafundi í dag varðandi samningsmál sín við félagið.

Óvissan um hvað taki við hjá Egyptanum öfluga hefur verið mikil undanfarna mánuði.

„Ég vil ekki tala um samningamálin. Ég vild bara sjá Hendo (Jordan Henderson) með Evrópubikarinn í höndunum og vonandi mun hann síðan rétta mér hann!" sagði Salah á fundinum í dag en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid á laugardagskvöldið var aðal umræðuefnið þar.

„Ég verð áfram með liðinu næsta vetur, það er öruggt. Ég er mjög spenntur fyrir úrslitaleiknum, gríðarlega spenntur, eftir það sem gerðist síðast og á sunnudaginn. Við erum allir spenntir og munum berjast fyrir sigrinum," sagði Salah og vísaði í úrslitaleikinn gegn Real Madrid árið 2018 þegar hann fór meiddur af velli snemma leiks, og til síðasta sunnudags þegar Liverpool missti af enska meistaratitlinum til Manchester City á einu stigi.

mbl.is