Fær háar fjárhæðir til leikmannakaupa

Thomas Tuchel fær nóg af peningum í leikmannakaup.
Thomas Tuchel fær nóg af peningum í leikmannakaup. AFP/Ben Stansall

Nýir eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea eru reiðubúnir að leyfa knattspyrnustjóranum Thomas Tuchel að eyða töluverðum fjárhæðum í leikmannakaup hjá félaginu.

Todd Boehly og fjárfestingahópur sem hann er forsvari fyrir hafa gengið frá kaupum á félaginu af Roman Abramovich.

The Guardian greinir frá að Boehly ætli sér stóran hlut í leikmannakaupum til að koma Chelsea aftur í allra fremstu röð á Englandi. Markmiðið sé að komast á sama stall og Liverpool og Manchester City.

Miðillinn greinir frá að leikmannakaup séu í algjörum forgangi hjá Boehly, þar sem Chelsea hefur fallið aftur úr vegna þeirrar óvissu sem ríkti við sölu Abramovich.

Þá eru leikmenn á borð við Antonio Rüdiger og Andreas Christensen að yfirgefa félagið og Marcos Alonso og César Azpilicueta hafa verið orðaðir við Barcelona, en þeir eru allir varnarmenn.

Frakkinn Jules Koundé, varnarmaður Sevilla, verður líklega fyrstu kaup Chelsea undir stjórn Boehly. Þá hefur Króatinn Josko Gvadriol einnig verið orðaður við enska félagið en hann leikur með Leipzig í Þýskalandi. Chelsea gæti þurft að greiða um 100 milljónir punda til að fá þá báða til félagsins.

Þá hafa leikmenn á borð við Pau Torres hjá Villarreal, Jóse Giménez hjá Atlético og Gleison Bremer hjá Tórínó einnig verið orðaðir við Chelsea. 

mbl.is