Lykilmaður á förum frá City

Lucy Bronze á förum frá City.
Lucy Bronze á förum frá City. AFP

Lucy Bronze, sigursælasta enska knattspyrnukona sögunnar, er á förum frá Manchester City í sumar. Þetta staðfestir félagið á heimasíðu sinni. 

Bronze kom til Manchester City í september 2020 eftir að hafa verið áður hjá félaginu á árunum 2014-2017. Bronze lék í millitíðinni með Lyon og vann þrjá Meistaradeildartitla. 

Bronze hefur spilað 111 leiki fyrir Man. City og skorað 14 mörk. Hún hefur unnið enska deildarbikarinn og bikarmeistaratitill tvisvar ásamt því að vinna ensku B-deildina með City. 

Ekki er enn ljóst hvert framtíð Lucy Bronze liggur. 

mbl.is