Forster á leið til Tottenham

Fraser Forster er á leið til London.
Fraser Forster er á leið til London. AFP/Adrian Dennis

Knattspyrnumarkvörðurinn reyndi Fraser Forster er á leiðinni til Tottenham frá Southampton á frjálsri sölu en samningur hans við Southampton rennur út í lok júní.

BBC segir í dag að Forster hafi þegar gengist undir læknisskoðun hjá Tottenham en hans hlutverk á að vera að vera til taks fyrir Hugo Lloris, markvörð og fyrirliða Lundúnaliðsins. Pierluigi Gollini hefur verið í því hlutverki en hann var í láni hjá Tottenham frá Atalanta á Ítalíu í vetur.

Forster er 34 ára gamall og hefur leikið með Southampton í átta ár en áður varði hann mark skoska liðsins Celtic. Hann á að baki 156 leiki fyrir Southampton og sex landsleiki fyrir Englands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert