Scholes lætur leikmann United heyra það

Edinson Cavani hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester United.
Edinson Cavani hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester United. AFP/Justin Tallis

Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er allt annað en sáttur við framherjann Edinson Cavani. Cavani átti erfitt tímabil með United og skoraði aðeins tvö mörk í 20 leikjum með liðinu.

Úrúgvæinn verður samningslaus eftir leiktíðina og ljóst að hann er á förum frá félaginu. Scholes mun ekki sakna sóknarmannsins mikið.

„Cavani var hneisa í ár og spilaði varla neitt. Hann spilaði ekki á móti Middlesbrough því hann þurfti að ferðast. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Scholes í samtali við heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar.

mbl.is