Tottenham að fá leikmann Inter

Ivan Perisic er á öllum líkindum á leið til Tottenham.
Ivan Perisic er á öllum líkindum á leið til Tottenham. AFP/Miguel Medina

Enska knattspyrnufélagið Tottenham er á góðri leið með að semja við króatíska landsliðsmanninn Ivan Perisic á frjálsri sölu frá Inter Mílanó.

Perisic er á förum frá Inter en samningur hans við félagið rennur út eftir rúman mánuð. Hinn 33 ára gamli Perisic hefur leikið með liðum á borð við Dortmund, Wolfsburg, Inter og Bayern München.

Leikmaðurinn hefur spilað 113 leiki fyrir króatíska landsliðið. Hann skoraði m.a. í úrslitaleik HM árið 2018 og hefur verið hjá Inter frá árinu 2015. Hann varð ítalskur meistari á síðustu leiktíð. Króatinn lék með Bayern að láni tímabilið 2019/20 og varð Evrópumeistari með liðinu.

mbl.is