Leikmaður Liverpool einn sá ofmetnasti

Thiago er ofmetinn að mati Dietmar Hamann.
Thiago er ofmetinn að mati Dietmar Hamann. AFP/Paul Ellis

Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnuliðsins Liverpool, er ekki eins hrifinn af spænska miðjumanninum Thiago eins og flestir. Thiago hefur verið lykilmaður hjá Liverpool á leiktíðinni.

Liverpool varð enskur bikarmeistari og deildabikarmeistari á leiktíðinni en varð að sætta sig við annað sæti í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni.

„Ég skil ekki þennan æsing í kringum Thiago. Að mínu mati er hann einn ofmetnasti leikmaður Evrópu. Þegar þú ert með boltann er hann góður en þegar liðið er ekki með boltann hverfur hann. Naby Keita hefur einnig valdið vonbrigðum,“ sagði Hamann við Sky Sports.

mbl.is