Í bann fyrir óviðeigandi hegðun eftir leik

Declan Rice í baráttunni gegn Frankfurt.
Declan Rice í baráttunni gegn Frankfurt. AFP/Christof Stache

Declan Rice, enskur landsliðsmaður í fótbolta, er kominn í tveggja leikja bann frá leikjum í Evrópukeppnum UEFA vegna óláta eftir leik West Ham og Frankfurt í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð.

West Ham féll úr leik í undanúrslitum gegn Frankfurt og var Rice vægast sagt ósáttur við spænska dómarann Jesús Manzano.

Rice byrjaði á að láta dómarann heyra það í viðtali eftir leik og sagði að lítið væri hægt að gera þegar dómarinn er á móti þér. Þá sakaði Rice dómarann um mútur eftir leik.

Miðjumaðurinn verður því í banni þegar West Ham hefur leik í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð, verði hann áfram leikmaður félagsins en hann hefur orðaður við stærri félög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert