Sterling á leiðinni til Chelsea

Raheem Sterling er mögulega á leiðinni til Chelsea.
Raheem Sterling er mögulega á leiðinni til Chelsea. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnumaðurinn Raheem Sterling, leikmaður Machester City, gæti verið á leiðinni til Chelsea ef félögin ná samkomulagi um verð.

Thomas Tuchel, er sagður mikill aðdáandi Sterling og að hann hafi trú á því að hann muni smellpassa í liðið. Chelsea-mönnum finnst sanngjarnt verð fyrir Sterling vera í kringum 35 milljónir punda, Manchester City er hinsvegar ekki á því máli og meta hann á 60 milljónir. 

Sterling, sem er aðeins 27 ára, er flestum kunnugur enda búinn að vera með betri mönnum deildarinnar síðustu ár. Hann hefur skorað 131 mark í 339 leikjum fyrir Manchester City síðan hann kom frá Liverpool árið 2015. Englendingurinn hefur einnig unnið fjóra Englandsmeistaratitla, fjóra deildarbikara og enska bikarinn einu sinni með City. 

Hann hefur einnig verið fastamaður í enska landsliðinu. 

Það er hinsvegar aðeins búið að kólna yfir Sterling upp á síðkastið og hann hefur misst sætið sitt í byrjunarliðinu, sérstaklega með komu Erling Haaland til félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert