Ekki lengur landsliðsþjálfari

Ryan Giggs.
Ryan Giggs. AFP

Ryan Giggs, goðsögn hjá Manchester United, er ekki lengur landsliðsþjálfari karlaliðs Wales í fótbolta.

Giggs hefur ekki stýrt liðinu síðustu mánuði vegna ásakana um ofbeldisbrot í garð fyrrverandi kærustu sinnar. Hann hefur þó ávallt neitað sök.

Rob Paige hefur stýrt Wales síðan með góðum árangri og tryggði liðið sér sæti á HM í Katar á dögunum. Verður Wales í fyrsta skipti með á lokamóti HM frá árinu 1958.

Giggs sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni og sagði hana byggða á að vilja ekki trufla velska liðið í undirbúningi sínum fyrir HM.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert