United að kaupa markvörð

Daniel Bachmann er eftirsóttur af Manchester United.
Daniel Bachmann er eftirsóttur af Manchester United. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester United er í viðræðum við Watford um kaupverð á austurríska markverðinum Daniel Bachmann.

United leitar að varamarkverði til að koma í staðinn fyrir Dean Henderson sem er á leið til Nottingham Forest að láni út næstu leiktíð.

Bachmann er 28 ára landsliðsmarkvörður Austurríkis. Hann hefur verið hjá Watford frá árinu 2017 og leikið 35 deildarleiki á þeim tíma. Hann lék tólf leiki með Watford á ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en gat ekki komið í veg fyrir fall liðins.

David de Gea er aðalmarkvörður United og mun Bachmann ásamt Tom Heaton veita honum samkeppni.

mbl.is