City nær samkomulagi um kaup á Phillips

Kalvin Phillips er á leið frá uppeldisfélaginu til Englandsmeistaranna.
Kalvin Phillips er á leið frá uppeldisfélaginu til Englandsmeistaranna. AFP/Oli Scarff

Englandsmeistarar Manchester City í knattspyrnu karla hafa náð samkomulagi við Leeds United um kaup á enska landsliðsmanninum Kalvin Phillips.

Sky Sports greinir frá og þar segir að kaupverðið sé á bilinu 45 til 50 milljónir punda.

Phillips, sem er 26 ára gamall miðjumaður, er uppalinn hjá Leeds og hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu, síðustu tvö tímabil í ensku úrvalsdeildinni og sex tímabil þar á undan í B-deildinni.

Hann á 23 A-landsleiki að baki fyrir England, þar sem hann hefur fest sig í sessi undanfarin tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert