Valið á milli Man. Utd og Brentford

Christian Eriksen hefur á milli Manchester United og Brentford að …
Christian Eriksen hefur á milli Manchester United og Brentford að velja. AFP

Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen hefur á milli Manchester United og Brentford að velja. Eriksen kom til Brentford á skammtímasamning í janúar og spilaði virkilega vel.

Það sem setur Brentford í sterka stöðu til að framlengja við Danann eru nokkur atriði:

Eriksen og fjölskylda eru ánægð í Lundúnum og vilja helst ekki yfirgefa borgina. 

Eriksen vill byrja hvern einasta leik til þess að vera viss um byrjunarliðssæti í danska landsliðinu á HM í Katar í vetur. 

Peningar eru ekki lykilatriði og Eriksen er með sterkt samband við marga aðila hjá Brentford. Meðal annars nokkra danska leikmenn sem og þjálfara Brentford Thomas Frank, sem er einnig danskur.

Samt sem áður á Eriksen eftir að ákveða sig og greinir Skysports frá því að næstu 24 klukkustundirnar séu þær mikilvægustu hingað til. 

mbl.is