Forest kaupir framherja á metfé

Tawio Awoniyi skrifar undir samning.
Tawio Awoniyi skrifar undir samning. Ljósmynd/Nottingham Forest

Nottingham Forest hefur gengið frá kaupum á knattspyrnumanninum Taiwo Awoniyi frá Union Berlin. Félagið greiðir metfé fyrir Nígeríumanninn en það nemur um 17,5 milljónir punda. 

Awoniyi, sem skrifar undir fimm ára samning hjá Forest, skoraði 20 mörk í 43 leikjum í öllum keppnum fyrir þýska félagið á nýafstöðnu tímabili og hjálpaði liðinu að ná Evrópudeildarsæti.

Steve Cooper er ánægður með kaupin. 

„Mörg félög hafa sýnt áhuga á að fá Tawio í sínar raðir. Bæði félög frá Englandi og svo út um alla Evrópu. Þannig ég er mjög ánægður með að hann valdi Nottingham Forest. Við höfum fylgst með framförum hans síðustu mánuði. Hann er leikmaður sem við trúum virkilega á og hlökkum til að sjá hann verða að mögnuðum úrvalsdeildar framherja hjá félaginu okkar.“

mbl.is