Enskt ungstirni til Lundúna

Malcolm Ebiowei er á leiðinni til Crystal Palace.
Malcolm Ebiowei er á leiðinni til Crystal Palace. Ljósmynd/Mark Froggart

Hinn 18 ára gamli Malcolm Ebiowei, knattspyrnumaður Derby, er á leiðinni til Crystal Palace. Hann er framherji en getur spilað sem kantmaður. 

Ebiowei komst inn í lið Wayne Rooney, fyrrum þjálfara Derby, í byrjun árs og spilaði 16 leiki. Í þeim skoraði hann eitt mark og lagði upp önnur tvö en Derby féll niður í C-deildina eftir að 21 stig voru tekin af félaginu vegna greiðslustöðvun frá því í september. 

Framherjinn var orðaður við Manchester United og var Steve McClaren, aðstoðarþjálfari United, búinn að vera í sambandi við hann. Ebiowei hefur hinsvegar valið Palace og leikur því í Lundúnum næstu ár. 

Ebiowei hefur staðist læknisskoðun og verður kynntur til leiks fljótlega.

mbl.is