Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo er ekki á sölu þrátt fyrir orðróm um að hann sé ósáttur hjá Manchester United.
Frá þessu greinir Skysports.
Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo, og Todd Boehly, eigandi Chelsea, funduðu í síðustu viku og Ronaldo var eitt af umræðuefnunum.
Þjálfari United, Erik Ten Hag hefur hinsvegar sagt að Ronaldo verði partur af liðinu á næstu leiktíð og útilokar félagsskipti.
Ljóst er að Manchester United gerir allt í sínu valdi til að halda kappanum en hann skoraði 24 mörk í 38 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð.