Sterling nálgast Chelsea

Raheem Sterling í leik með enska landsliðinu.
Raheem Sterling í leik með enska landsliðinu. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Raheem Sterling nálgast Chelsea og býst Manchester City, núverandi félag hans, við tilboði frá Chelsea í kappann í dag. 

Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea hefur mikinn áhuga á að fá Englendinginn í sínar raðir. Hann er sagður hafa talað við Sterling um plön næstu leiktíðar og hvernig hann myndi passa í liðið. Frá þessu greinir skysports.

Sterl­ing, sem er aðeins 27 ára, er flest­um kunn­ug­ur enda bú­inn að vera með betri mönn­um deild­ar­inn­ar síðustu ár. Hann hef­ur skorað 131 mark í 339 leikj­um fyr­ir Manchester City síðan hann kom frá Li­verpool árið 2015. Eng­lend­ing­ur­inn hef­ur einnig unnið fjóra Eng­lands­meist­ara­titla, fjóra deild­ar­bik­ara og enska bik­ar­inn einu sinni með City. 

Hann hef­ur einnig verið fastamaður í enska landsliðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert