Kemur hann gamla bandinu til Old Trafford?

Erik ten Hag kom til United í vor.
Erik ten Hag kom til United í vor. AFP/Maurice van Steen

Knattspyrnustjóri Manchester United er á fullu við að reyna að ná gamla bandinu hans aftur saman. Erik ten Hag er fyrrum þjálfari hollenska liðsins Ajax og náði góðum árangri með liðinu.

Leiktíð sem stendur upp úr er 2018/19 leiktíðin þar sem Ajax var grátlega nálægt úrslitaleik í meistaradeildinni en tapaði naumlega fyrir Tottenham undir lok leiks í undanúrslitum. Í stóru hlutverki á þeirri leiktíð voru Donny van de Beek, Matt­hijs de Ligt og Frenkie de Jong. Eftir 18/19 leiktíðina fóru tveir af þeim í stór félög, de Ligt fór til ítalska liðsins Juventus og de Jong fór til Barcelona. Eftir 19/20 leiktíðina fór van de Beek til United.

Nú hafa bæði de Ligt og de Jong verið orðaðir við Manchester United en de Jong er samkvæmt Sky Sports komin með grófan samning upp á 65 miljón evrur með viðbættum frammistöðubónusum. Það á eftir að ræða smáatriði en talið er að hann verði fyrsti leikmaður sem United kaupir undir stjórn ten Hag.

Varnarmaðurinn Matt­hijs de Ligt er hinsvegar í samningsviðræðum við liðið sitt Juventus eins og er en í núverandi samning de Light er verðið á losunarákvæði hans 120 miljón evrur. Það á að lækka við nýjan samning sem gefur United betri fjárhagsmöguleika á að fá leikmanninn.

Erik ten Hag hefur mikinn áhuga á varnarmanninum sterka enda hefur varnarlína United ekki verið upp á sitt besta. Á síðustu leiktíð fékk United flest mörk á sig af efstu 10 liðunum í ensku deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert