Lukaku er mættur til Mílanó

Romelu Lukaku er lentur í Mílanó.
Romelu Lukaku er lentur í Mílanó. AFP/Glyn Kirk

Belgíski knattspyrnumaðurinn Romelu Lukaku er mættur til Mílanó til að ganga frá lánssamningi hans við Inter Mílanó. Hann lenti í borginni í morgun með Inter trefill í kringum hálsinn. 

Chel­sea greiddi In­ter 97,5 millj­ón­ir punda fyr­ir Lukaku fyr­ir síðustu leiktíð, en Belg­inn náði sér ekki al­menni­lega á strik í London. Hann lýsti svo yfir áhuga sín­um á að snúa aft­ur til In­ter í viðtali í lok síðasta árs.

In­ter greiðir um átta millj­ón­ir evra fyr­ir lánið og mun Belg­inn lækka tölu­vert í laun­um við fé­laga­skipt­in.

Hér má sjá kappann í morgun 

mbl.is