Færir sig alfarið inn í VAR-herbergið

Mike Dean mun einungis sinna myndbandsdómgæslu á næsta tímabili.
Mike Dean mun einungis sinna myndbandsdómgæslu á næsta tímabili. AFP/Glyn Kirk

Enski knattspyrnudómarinn Mike Dean hefur ákveðið að slíta sig ekki alveg frá dómgæslu þrátt fyrir að hafa lagt dómaraflautuna á hilluna að loknu síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Daily Mail greinir frá því að Dean muni halda áfram að dæma í úrvalsdeildinni en að hann verði einungis VAR-dómari á næsta tímabili.

Þannig muni hann halda til inni í herbergi í Stockley Park þar sem VAR-dómarar sinna myndbandsdómgæslu þegar viss vafaatriði koma upp í leikjum í deildinni.

mbl.is