Knattspyrnumaðurinn Moussa Sissoko hefur skrifað undir tveggja ara samning við Nantes. Hann mun því snúa heim og spila í frönsku A-deildinni á komandi tímabili.
Nantes kaupir Frakkann á tvær milljónir punda frá Watford. Sissoko kom til Watford fyrir síðustu leiktíð eftir fimm ára veru hjá Tottenham. Hann lék einnig áður með Newcastle á Englandi.
Sissoko á að baki 71 landsleik fyrir franska landsliðið og skoraði í þeim tvö mörk.