Hálfsjálfvirkir rangstöðudómar

Ljósmynd/FIFA

Á HM karla í knattspyrnu sem fer fram Katar verður ekki notast við VAR tæknina til að dæma um hvort rangstöðu sé að ræða heldur nýja hálfsjálfvirka rangstöðudóma. 

Sendir verður í boltanum sem sendir frá sér merki 500 sinnum á sekúndu til að finna út nákvæman tíma sem sendingin átti sér stað. Tólf myndavélar verða á þaki allra leikvanga og þær myndavélar fylgja boltanum og 29 staðsetningarpunktum á hverjum leikmanni. Þær senda út upplýsingar um staðsetningu leikmanns 50 sinnum á sekúndu. 

Þegar myndavélarnar nema rangstöðu fá aðstoðardómararnir sem fylgist með myndbands dómgæslunni merki um það. Þeir fara þá yfir það og aðaldómari fær upplýsingarnar um hvort rangstöðu var að ræða í gegnum heyrnartólin. 

Notast var við þessa tækni á heimsbikar félagsliða og í arabísku bikarkeppninni í fyrra og áætlað er að tími sem fór í að skera úr um rangstöðu fór niður úr 70 sekúndum í 25 sekúndur.mbl.is