Hollenski miðvörðurinn mættur til Newcastle

Sven Botman í leik með Lille.
Sven Botman í leik með Lille. AFP

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Newcastle United hef­ur staðfest kaupin á hol­lenska miðverðinum Sven Botman. Botman kemur frá franska félaginu Lille, þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár.

Botman skrifar undir fimm ára samning.

Newcastle reyndi að kaupa Botman í janú­ar síðastliðnum en hafði þá ekki er­indi sem erfiði, ekki frek­ar en AC Mil­an sem var þá einnig áhuga­samt.

BBC Sport grein­di frá því í síðustu viku að kaup­verðið fyr­ir hinn 22 ára gamla Botman sé 30 millj­ón­ir punda.

Hann fór fyrst al­menni­lega að vekja at­hygli þegar hann stóð sig frá­bær­lega með Lille tíma­bilið 2020/​2021 er liðið stóð óvænt uppi sem Frakk­lands­meist­ari.

mbl.is