Þetta er gleðidagur fyrir alla

Mohamed Salah hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning.
Mohamed Salah hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning. AFP/Paul Ellis

Mohamed Salah skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnuliðið Liverpool rétt í þessu. Hann hafði nokkur orð að segja um framlenginguna. 

„Mér líður vel og er spenntur að vinna fleiri bikara með þessu félagi, þetta er gleðidagur fyrir alla. 

Þetta tekur allt sinn tíma en nú er allt klappað og klárt og einbeiting okkar snýst að því sem er næst. 

Ef maður lítur á síðustu fimm til sex ár þá sést að liðið sé stanslaust á leiðinni upp á við. Á nýafstöðnu tímabili voru við nálægt því að vinna alla fjóra bikarana, en því miður töpuðum við tveimur af þeim í síðustu vikunni. 

Ég tel okkur vera í góðri stöðu að berjast um alla bikara. Við erum búnir að kaupa nýja og spennandi leikmenn. Við þurfum að halda áfram að leggja mikið á okkur, hafa gott sjónarmið og vera jákvæðir fyrir framtíðinni,“ sagði Salah í viðtali við heimasíðu Liverpool. 

mbl.is