City og Chelsea nálgast samkomulag

Raheem Sterling nálgast Chelsea.
Raheem Sterling nálgast Chelsea. AFP

Ensku knattspyrnufélögin Manchester City og Chelsea nálgast samkomulag um félagsskipti Raheem Sterling, frá City til Chelsea. 

Verðmiðinn er sagður vera 45 milljónir punda og mikil trú er á að félagsskiptin fari í gegn á næstu dögum. 

Sterl­ing, sem er aðeins 27 ára, er flest­um kunn­ug­ur enda bú­inn að vera með betri mönn­um deild­ar­inn­ar síðustu ár. Hann hef­ur skorað 131 mörk í 339 leikj­um fyr­ir Manchester City síðan hann kom frá Li­verpool árið 2015. Eng­lend­ing­ur­inn hef­ur einnig unnið fjóra Eng­lands­meist­ara­titla, fjóra deild­arbik­ara og enska bik­ar­inn einu sinni með City. Hann hefur einnig verið fastamaður í enska landsliðinu. 

mbl.is