Henderson til nýliðanna

Dean Henderson er kominn til Nottingham Forest.
Dean Henderson er kominn til Nottingham Forest. AFP

Nottingham Forest, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla, hafa tryggt sér enska markvörðinn Dean Henderson á láni frá Manchester United.

Lánssamningurinn gildir út næsta tímabil og greiðir Forest laun Hendersons að fullu á meðan lánstímanum stendur.

Í samningnum er enginn forkaupsréttur.

Henderson, sem er 25 ára gamall, fékk afar lítið að spila með Man. United á síðasta tímabili og vildi því ólmur fá tækifæri til þess hjá öðru liði enda með sæti í enska landsliðshópnum á HM 2022 í Katar í sigtinu.

mbl.is