Tarkowski til Everton

James Tarkowski í leik með Burnley á síðasta tímabili.
James Tarkowski í leik með Burnley á síðasta tímabili. AFP/Glyn Kirk

Enski miðvörðurinn James Tarkowski er genginn í raðir enska knattspyrnufélagsins Everton. Hann kemur á frjálsri sölu frá Burnley og skrifaði undir fjögurra ára samning í Bítlaborginni.

„Ég er metnaðarfull manneskja, ég vil áorka einhverju, ég vil vinna hluti og ég er kominn hingað til þess að ná árangri,“ sagði Tarkowski í samtali við heimasíðu Everton.

Fleiri félög voru áhugasöm um að tryggja sér þjónustu Tarkowski, þar á meðal Aston Villa, en hann ákvað að velja Everton eftir að hafa rætt við Frank Lampard, knattspyrnustjóra liðsins.

Tarkowski er fyrsti leikmaðurinn sem Everton fær til liðs við sig í sumar.

mbl.is