Tottenham staðfestir ráðningu Grétars

Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur staðfesti í dag að Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefði verið ráðinn í starf hjá félaginu.

Eins og skýrt var frá í síðasta mánuði tekur Grétar við starfi frammistöðustjóra hjá Tottenham og vinnur náið með yfirmanni knattspyrnumála, Fabio Paratizi.

Grétar hætti hjá Everton í desember 2021 eftir að hafa starfað þar í þrjú ár og tók í framhaldinu að sér sex mánaða starf hjá Knattspyrnusambandi Íslands sem tæknilegur ráðgjafi.

mbl.is