Ungstirnið áfram hjá nýliðunum

Markaskorarinn Brennan Johnson verður áfram í Nottingham.
Markaskorarinn Brennan Johnson verður áfram í Nottingham. AFP/Paul Ellis

Velski knattspyrnumaðurinn Brennan Johnson hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Nottingham Forest. 

Johnson spilaði alla 46 leiki liðsins í deildinni og umspilinu og var með betri mönnum liðsins á nýafstöðnu tímabili. Hann var markahæsti leikmaður liðsins með 19 mörk í öllum keppnum, sem hjálpaði félaginu og komast upp og í 8-liða úrslit enska bikarsins.

Johnson fæddist í Nottingham og gekk til liðs við Forest aðeins átta ára gamall. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk í ágúst árið 2019. 

mbl.is