Nýliðarnir sækja eftirsóttan Portúgala

João Palhinha.
João Palhinha. Ljósmynd/transfermakrt

Knattspyrnuliðin Fulham og Sporting Lissabon hafa náð samkomulagi um félagsskipti João Palhinha til Fulham. Verðmiðinn er sagður vera 20 milljónir punda. 

Frá þessu greinir Skysports:

Hann mun gangast læknisskoðun á næstu dögum eftir að hafa samþykkt kaup og kjör.

Palhinhia er 26 ára gamall Portúgali sem spilaði með landsliðinu á EM á síðasta ári. Hann lék 33 leiki fyrir Sporting á nýafstöðnu tímabili og skoraði þrjú mörk. 

Hann hefur einnig verið orðaður við lið eins og Wolves. 

Uppfært 4. júlí kl. 09.23:
Kaup Fulham á Palhinha hafa verið staðfest.

mbl.is