Portúgalinn mættur til Liverpool

Fabio Carvalho.
Fabio Carvalho. Ljósmynd/Fulham FC

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Fabio Carvalho er mættur til Bítlaborgarinnar og er formlega genginn til liðs við Liverpool frá Fulham

Carvalho var nálægt því að ganga til liðs við Liverpool í janúar en sú áætlun gekk ekki upp og því kemur hann nú í sumar. Liverpool greiddi 5 milljónir punda fyrir kappann. Sá verðmiði gæti orðið að 7.7 milljónum punda með árangurstengdum greiðslum. 

Hann verður númer 28, en það er einmitt númerið sem goðsögnin Steven Gerrard hóf ferill sinn hjá félaginu í. 

Carvalho skoraði tíu mörk og lagði upp önnur átta í 1. deildinni á Englandi í fyrra og var valinn í lið ársins. Hann er aðeins 19 ára gamall.

mbl.is