Eriksen til United

Brentford hefur einnig boðið Eriksen samning.
Brentford hefur einnig boðið Eriksen samning. Adrian Dennis/AFP

Cristian Eriksen hefur komist að munnlegu samkomulagi við enska knattspyrnufélagið Manchester United. Eriksen er með þriggja ára samning fyrir framan sig og á bara eftir að fara í læknismat og skrifa undir.


Sky Sports greindi frá. Venjulega er ekki haft miklar áhyggjur af læknismatinu en eftirminnilega fór Eriksen í hjartastopp þegar hann spilaði með danska landsliðinu á EM árið 2020. Eftir atvikið fékk Eriksen bjargráð grædd­an í hjartað sem þýddi að hann þurfti að yfirgefa þáverandi félag sitt, Inter Mílanó, vegna þess að reglur í Ítölsku deildinni leyfa ekki bjargráð.

Til að koma sér aftur af stað í fótbolta æfði Eriksen með Ajax. Þjálfari Ajax á þeim tíma var Erik ten Hag en hann er nú þjálfari Manchester United. Eriksen fór til Brentford í janúarglugganum og skrifaði undir sex mánaða samning. Brentford vildi halda honum lengur en danska landsliðsmanninum leist betur á United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert