Kalvin Phillips til City í 6 ár

Kalvin Phillips í búningi Manchester City.
Kalvin Phillips í búningi Manchester City. Ljósmynd/Manchester City

Kalvin Phillips er genginn til liðs við enska knattspyrnufélagið Manchester City frá Leeds United. Samningurinn hans gildir í 6 ár og er kaupverðið á milli 45-50 miljón pund.

Kalvin Phillips djúpur miðjumaður og kom upp úr akademíu Leeds í aðalliðið árið 2014. Hann hefur spilað 234 leiki fyrir félagið sitt og skorað í þeim 14 mörk. 

Phillips á að fylla skarð Fernandinho sem kvaddi félagið í sumar eftir 9 ár hjá enska knattspyrnufélaginu.

mbl.is