Ronaldo mætir ekki á æfingu

Ronaldo var að klára endurkomutímabilið sitt hjá United og vill …
Ronaldo var að klára endurkomutímabilið sitt hjá United og vill fara aftur. Lindsey Parnaby/AFP

Nú er sumarfrí Ronaldo búið en ekki er búist við portúgalska landsliðsmanninum í dag. Ronaldo hefur fengið leyfi frá æfingu hjá Manchester United í dag af fjölskylduástæðum.

Í byrjun júní mánaðar sagði Ronaldo að hann væri mjög ánægður hjá enska knattspyrnufélaginu en eitthvað hefur breyst og það mikið þar sem hann hefur sagt við félagið að hann vill fara.  

Ronaldo varð 37 ára á árinu og var markahæsti leikmaður United síðasta tímabil með 24 mörk.

United endaði í 6. sæti ensku deildarinnar og er því ekki með sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Þetta er 5. tímabilið í röð sem United spilar ekki í Meistaradeildinni en Ronaldo hefur spilað í henni síðustu 19 tímabil.  

Ronaldo á ennþá ár eftir af samningi sínum við United og þeir segja hann ekki til sölu.

mbl.is