Leeds finnur arftaka Phillips

Tyler Adams, annar frá hægri, fagnar bikarsigri Leipzig í vor.
Tyler Adams, annar frá hægri, fagnar bikarsigri Leipzig í vor. AFP/John MacDougall

Enska knattspyrnufélagið Leeds United virðist vera búið að finna arftaka miðjumannsins Kalvins Phillips sem var seldur til Manchester City á dögunum.

Tyler Adams, landsliðsmaður Bandaríkjanna, er kominn í læknisskoðun hjá Leeds sem samkvæmt Sky Sports kaupir hann af RB Leipzig í Þýskalandi fyrir um það bil 20 milljónir punda.

Adams er 23 ára gamall og kom til Leipzig frá New York Red Bulls fyrir þremur árum. Hann hefur leikið 30 landsleiki fyrir Bandaríkin.

Uppfært kl. 16.38:
Leeds hefur staðfest kaupin á Adams og samið við hann til fimm ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert