Leeds tilkynnir arftaka Phillips

Tyler Adams, annar frá hægri, fagnar bikarsigri Leipzig í vor.
Tyler Adams, annar frá hægri, fagnar bikarsigri Leipzig í vor. AFP/John MacDougall

Enska knattspyrnufélagið Leeds United hefur tilkynnt kaup sín á bandaríska miðjumanninum Tyler Adams frá RB Leipzig í Þýskalandi. 

Verðmiðinn er í kringum 20 milljónir punda. Adams spilar í sömu stöðu og Englendingurinn Kalvin Phillips sem fór frá Leeds til Manchester City á dögunum fyrir 45 milljónir punda. 

Adams er 23 ára gam­all og kom til Leipzig frá New York Red Bulls fyr­ir þrem­ur árum. Hann hef­ur leikið 30 lands­leiki fyr­ir Banda­rík­in.

Jesse Marcsh, þjálfari Leeds, hefur áður þjálfað Adams en hann gaf honum frumraun sína hjá New York Red Bulls er hann var aðeins 16 ára gamall. 

Hér má sjá tilkynningu frá Leeds:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert