Sterling hefur samþykkt tilboð Chelsea

Raheem Sterling hefur samþykkt tilboð Chelsea.
Raheem Sterling hefur samþykkt tilboð Chelsea. AFP

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur náð samkomulagi við sóknarmanninn Raheem Sterling um kaup og kjör. 

Samkvæmt hinum áreiðnalega Fabrizio Romano ákvað Sterling fyrir nokkrum vikum að ganga í raðir Chelsea eftir samræðu við Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea. Hann verður á meðal launahæstu leikmanna félagsins. 

Nú á aðeins eftir að staðfesta verðmiðann sem Manchester City fær fyrir Englendinginn og þá ganga félagsskiptin í gegn. Hann er sagður vera um 45 milljónir punda. Búist er við því að staðfesting á félagsskiptunum komi á næstu dögum.

mbl.is