Ronaldo langt á eftir öðrum leikmönnum

Cristiano Ronaldo hefur lítið æft og ekkert spilað á undirbúningstímabilinu.
Cristiano Ronaldo hefur lítið æft og ekkert spilað á undirbúningstímabilinu. AFP/Anthony Devlin

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo er ekki kominn í nægilega gott stand fyrir tímabilið í ensku úrvalsdeildinni að sögn Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United.

Ronaldo hefur lítið æft og ekkert spilað á undirbúningstímabilinu og vill hann yfirgefa Manchester-félagið. Ronaldo mun þó væntanlega koma við sögu er United leikur við Rayo Vallecano á Old Trafford í dag.

„Hann verður í hópnum en við sjáum til hvað hann spilar mikið. Hann missti af mörgum vikum af æfingum og hann þarf að æfa og spila meira til að komast í nægilega gott stand. Hann er langt á eftir öðrum leikmönnum,“ sagði ten Hag við Viaplay.

mbl.is