Síðasta púslið hjá United

Benni McCarthy er kominn í þjálfarateymi Manchester United.
Benni McCarthy er kominn í þjálfarateymi Manchester United. Ljósmynd/Manchester United

Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy hefur verið ráðinn til starfa hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Hann verður hluti af þjálfarateymi liðinu.

McCarthy, sem á sínum tíma var sóknarmaður, mun vinna náið með sóknarmönnum liðsins. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þjálfarateymi liðsins sé fullskipað með komu McCarthy.

Framherjinn fyrrverandi á góðar minningar frá Old Trafford-vellinum í Manchester því hann skoraði tvennu fyrir Porto á vellinum í Meistaradeildinni árið 2004. Porto fór áfram í einvíginu og varð að lokum Evrópumeistari.

mbl.is