Erik ten Hag ósáttur með Ronaldo

Erik ten Hag í leiknum gegn Rayo Vallecano á Old …
Erik ten Hag í leiknum gegn Rayo Vallecano á Old Trafford í Manchester. AFP/Nigel Roddis

Nokkrir lærisveinar Erik ten Hag í enska knattspyrnufélaginu Manchester United sáust yfirgefa leikvanginn áður en leikur United við Rayo Vallecano var flautaður af á sunnudag.

Cristiano Ronaldo var meðal leikmanna sem sást til yfirgefa leikvanginn áður en flautað var til leiksloka. Erik ten Hag kom í viðtal við Viaplay í Hollandi og sagði að hegðunin væri óásættanleg 

„Ég sætti mig ekki við svona hegðun. Þetta er gjörsamlega óásættanlegt, við erum lið og þú verður með því þar til í lok leiks.“

Vðtalið við ten Hag var á hans móðurmáli en hann er hollenksur. Fyrir þá sem skilja eða eru forvitnir þá er viðtalið við hann hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert