Crystal Palace og Arsenal mættust í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Selhurst Park í Lundúnum í kvöld. Arsenal vann leikinn 2:0.
Gabriel Martinelli skoraði fyrsta mark Arsenal og því fyrsta mark tímabilsins á 19. mínútu eftir hornspyrnu. Boltinn fór út í teiginn á Zinchenko sem kom með fastan skalla inn að stönginni á höfuðið á Martinelli og þaðan fór boltinn inn, 1:0 fyrir Arsenal.
Arsenal var með yfirhöndina en leikmenn Palace lifnuðu aðeins við á síðasta korter fyrri hálfleiks og héldu því áfram inn í seinni hálfleikinn.
Hvorugt liðið nýtti sér allar þær fimm skiptingar leyfðar nú í ensku deildinni en Arsenal gerði tvöfalda skiptingu á 82. mínútu á fyrrum City mönnum sínum þeim Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko sem voru báðir í byrjunarliði Arsenal í kvöld. Tveimur mínútum síðar kom svo annað mark Arsenal. Það skoraði Marc Guéhi í eigið mark eftir fasta sendingu inn í teig frá Bukayo Saka sem Guéhi reyndi að skalla burt en það tókst ekki og inn fór boltinn.
Arsenal-menn líta mjög vel út fyrir tímabilið með nýju leikmönnum sínum og ekki síst William Saliba sem var á láni frá þeim hjá Marseille á síðasta tímabili. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með þessum 21 árs gamla varnarmanni í liði Arsenal.
Cheick Doucouré er einn af þeim leikmönnum sem Palace hefur sótt í glugganum og hann var eini af þeim í byrjunarliði í kvöld. Hann átti fínan leik en fékk krampa og þurfti að hætta leik eftir rúmlega 70 mínútna leik. Palace liðið leit vel út og var sterkt undir lok leiksins þegar Arsenal-liðið lá í vörn.