Chelsea gerði grín að Brighton

Marc Cucurella á æfingu með Chelsea í dag.
Marc Cucurella á æfingu með Chelsea í dag. Ljósmynd/Chelsea

Chelsea gerði samning við Marc Cucurella, fyrrverandi vinstri bakvörð enska knattspyrnufélagsins Brighton, tveimur dögum eftir að félagið gaf út yfirlýsingu að ekkert samkomulag væri um að selja leikmanninn.

Fréttamaðurinn Fabrizio Romano talaði um það í þessari viku að leikmaðurinn væri á förum frá Brighton til Chelsea. Brighton gaf þá út tilkynningu á Twitter að félagið væri ekki búið að samþykkja neinn samning um leikmanninn þann 3. ágúst. 

Í dag, tveimur dögum eftir tilkynningu Brighton, tilkynnti Chelsea leikmann sinn á Twitter í mjög svipuðum stíl og Brighton gaf út að leikmaðurinn væri ekki á förum. „TILKYNNING FRÁ FÉLAGINU“ í stórum stöfum áður en félögin töluðu um fréttir um samkomulag um að leikmaðurinn væri á förum frá Brighton.

Kaupverðið er rúmlega 55 milljón pund með mögulegum 7 milljónum punda í viðbætur fyrir 24 ára bakvörðinn sem Manchester City var einnig á eftir.

mbl.is