Martinelli gerði fyrsta mark tímabilsins (myndskeið)

Brasilíumaðurinn Gabriel Martinelli skoraði fyrsta mark tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er hann kom Arsenal í forystu gegn Crystal Palace á útivelli á 19. mínútu. 

Skoraði hann markið eftir hornspyrnu og undirbúning hjá nýliðanum Oleksandr Zinchenko en sá úkraínski kom til Arsenal frá Manchester City fyrir tímabilið. 

Markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is