Mörkin: Arsenal skoraði tvö í upphafsleiknum

Arsenal fór vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, því liðið vann 2:0-útisigur á Crystal Palace í Lundúnaslag í upphafsleiknum í kvöld.

Gabriel Martinelli kom Arsenal yfir snemma leiks og Marc Guéhi varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í seinni hálfleik og þar við sat.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is