Skrifar undir langtímasamning

Eddie Howe hefur skrifað undir nýjan langtímasamning.
Eddie Howe hefur skrifað undir nýjan langtímasamning. AFP

Enski knattspyrnustjórinn Eddie Howe hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Newcastle. 

Englendingurinn tók við Newcastle í nóvember á síðasta árið stuttu eftir yfirtöku sádiarabíska fjárfestahópsins og stýrði liðinu til góðs árangurs. 

Liðið var ekki búið að vinna leik í ensku deildinni þegar Howe gekk í raðir þess og lá á botni deildarinnar. Hann fór með liðið alla leið í ellefta sæti, 14 stigum frá fallsæti og aðeins tveimur frá efstu tíu. Þá var hann einnig valinn þjálfari mánaðarins í mars. 

Howe gerði garðinn fyrst frægan með Bournemouth er hann tók liðið úr fjórðu efstu deild í úrvalsdeildina. 

mbl.is